Ég er ennþá að leita að íbúð. Það gengur frekar hægt enda er allt í slow-motion hér í Ágúst. Íbúðin þarf að vera fyrir 2 manneskjur eða fleiri. Ég er með nokkra einstaklinga sem eru tilbúnir að deila íbúð með mér og Helgu. En því miður virðist þetta flest vera laus herbergi í stærri íbúð. Aldrei er öll íbúðin laus. Ég og Helga höfum rætt það að deila herbergi og sjá hvernig það gengur. Hvort við gerum hvor aðra alveg brjálaða. Annars þá er hinn möguleikinn að fara í sitt hvora íbúðina til að byrja með. Sjá svo hvað losnar þegar líður á veturinn.

En að öðru. Ég hélt aldrei að ég myndi segja þetta… en ég væri alveg til í nokkra vetrar daga frá Íslandi.  Hitinn og þunginn hérna er að verða alveg nóg. Ef ég vakna á morgnana og það er skýjað þá bið ég til Guðs um að það haldist út daginn. Það ringdi í fyrra dag og aldrei hefur neitt verið eins kósí. Ég tók regnhlífina mína og fór í skólann. Labbaði um göturnar í kjólnum mínum og naut þess að heyra skvampið undan skónnum mínum.

Farin að hlusta á : Supercalifragilisticexpialidocious…..

Ciao

Advertisements

La bici rossa

12Aug08

Einu sinni var lítið rautt hjól. Rauða hjólið átti sæt ung stúlka. Einn góðan veður dag fóru hjólið og stúlkan út í smá ferð. Þau hjóluðu um götur Milano borgar. Þau hjóluðu yfir í Navigli hverfið en þar fannst stúlkunni best að vera. Hún gat setið á kaffihúsi, séð gömlu húsin og horft á fiskana synda um í gamla síkinu.

Unga stúlkan sá allt í einu búð sem hana langði að skoða, hún hoppaði af hjólinu og skildi það eftir fyrir utan. Hjólið stóð í róleg heitum fyrir utan búðina, að njóta veður blíðunnar. Allt í einu heyrði það hróp og köll. Hópur af ungum strákum kom hlaupandi niður götuna. Þeir hlóu og ýttu við hvor öðrum. Þegar þeir komu að hljólinu stoppaði einn þeirra.

“Nei sjáið þetta hjól, kallaði hann til vina sinna. Ég þori að veðja að það kann ekki að synda.”

“Ó nei hugsaði hjólið, ég kann sko alls ekki að synda.”

Strákurinn hló ennþá meira, eins og hann hefði heyrt í hjólinu. Hann greip það með báðum höndum og labbaði með það í átt að vatninu. Nei nei nei, hugsaði hjólið, ekki gera þetta. En strákurinn hlustaði ekki og í einu handtaki flegði hann hjólinu í vatnið. Vatnið var kalt. Miklu kaldara en hjólið hafði haldið. Eins og steinn sökk það hratt til botns. Það fann fyrir straumnum í kringum sig. Sá forvitna fiskana kíkja á sig úr felum. Það hugsaði með sér dapurlega, hér verð ég í langan tíma.

Þegar stúlkan kom aftur út úr búðinni, var hjólið horfið.  Hún leitaði og leitaði en fann það hvergi.  Á endanum labbaði hún hrygg heim.

Nokkrum dögum síðar.

Ung stúlka labbaði um götur Navigli. Hún var á leið í bátsferð um síkið. Hún og vinir hennar fóru um borð í bátinn sem átti að taka þau í skoðunarferð. Veðrið var fallegt og hún var í rauðum sumarlegum kjól. Allt var frábært þennan dag.  Báturinn lagði af stað og bátsmaðurinn sagði frá sögu síkjana og hlutverki þeirra á sínum tíma. Allt í einu hægði báturinn á sér og bátsmaðurinn hljóp fram í stafnið.  Hann greip krók sem lág í bátnum og fór að draga eitthvað upp úr vatninu.  Allt í einu var hann kominn með hjól upp á dekkið.  Rautt fallegt hjól. Unga stúlkan hugsaði með sér, rosalega er það fallegt. Svona hjól langar mig í.

Bátsferðin leið og í lokin var lagt aftur að bryggjunni. Unga stúlkan í rauða kjólnum hafði setið allan tíma og hugsað um rauða hjólið. Þegar hún fór frá borði dróg hún í sig kjark og labbaði að bátsmanninum. Hún spurði kurteisislega hvort hann ætlaði að henda hjólinu. Á móti spurði hann hvort hún vildi eiga það. Stórt bros kom á andlit skúlkunar. Hvort hún vildi.

Hjólið hafði aldrei verið svona glatt, það var loksins komið upp úr vatninu. Þó það væri ennþá smá söknuður eftir fyrri stúlkunni þá var það tilbúið að taka við nýja eigandanum. Enda var hún í svo fallegum kjól sem passaði svo vel við það sjálft.

Þannig vildi það til að stúlkan eignaðist rauða hjólið.

Endir.


Þessa helgina fórum við krakkarnir úr skólanum á stöndina. Við tókum lest til Genova, sem er 2 tíma ferð. Þaðan fórum við til Chiavari sem er fallegur bær í 30 min fjarðlægð frá Genova.

Auðvita var markaður í bænum þessa helgi.  Gata eftir götu af borðum full af allskonar dóti. Antík, föt, skartgripir o.fl. Þeir sem þekkja mig vel vita að það er ekkert sem ég get ekki haldið mig frá  eins og gamalt dót. Ég átti sem betur fer ekki mikin aur og keypti mér bara 2 kjóla og vintage Ray Ban gleraugu. Fyrir þá sem vita ekki hvað Ray Ban eru þá eru þau mjög mikið í tísku núna. Ný gleraugu kosta svona 20 þúsund. Þessi eru frá 1970 sirka. Ég er auðvita búin að googla allt um þau bara til að tjékka á þessu. Nú þarf ég bara að komast yfir það að allir í Milano (og restin af heiminum) eiga Ray ban og þora að ganga með þau þótt þau séu svona greinilega í tísku.

En aftur af ströndinni, það var yndislegt að sjá sjóinn og fjöll, þótt þetta sé ekkert líkt Íslandi þá var gott að komast úr borginni.  Loftið var strax betra. Við komum heim í gær um 8 og þá var farið beint að hátta. Enda langur dagur.

Ciao og góða nótt hérna frá Italy

p.s. Sandur er óþolandi, hann kemst allt. Ég er að finna sand hingað og þangað. Titilinn þýðir: Ströndin, sól og sandur.


No this blog will not be in italian.  At least not yet.

The title means : Barking dogs don’t bite, and is a Milanese saying. That is where I am. Milano, Italy.