Le piscina

16Aug08

Hún fann sundlaug!  Margt frábært hafði gerst síðustu vikurnar en þettar var án vafa eitt af topp þremur. Sundlaug!  Íslenska stelpan sem elskaði vatn.  Hún sá fyrir sér yndislegar stundir í köldu vatninu og fallega brúnku eftir jafn yndislegar studnir í sólbaði.

Hún ákvað að fara heim og ná í sundföt. Var komin aftur klukkutíma seinna, tilbúin að prófa.  Við fyrstu sýn virtist þetta vera ágætis sundlaug, frekar snyrtileg.  Það var þó nokkuð af fólki, margir í sólbaði og krakkarnir í sundlauginni. Það voru meira að segja tvær sundlaugar. Einn fyrir börn og hin dýpri fyrir fullorðan. Hún lá í sólbaði í smá stund, taldi í sig kjark að fara í barnalaugina. Laugin var ógurlega köld, ekki hituð upp eins og heima. En allt venst og eftir smá stund var þetta orðið bærilegt. Svo fór hún aftur upp á bakann og leyfði sólinni að þurka sér. Hún fylgdist með sætu sundlaugarvörðunum, fólkinu í kringum sig og krökkunum sem skemmtu sér í lauginni. Þegar nógur tími hafði liði stóð hún upp.  Nú ætlaði hún í fullorðinslaugina.  Hún ætlaði sko að sína þessum ítölum hvernig ætti að synda. Flestir busluðu eitthvað í lauginni en hún elskaði að synda og kunni sko að gera þetta rétt. Maginn var sogaður inn, bakið beint. Labbað að stiganum. Sætur sundlaugarvörðu var í hinum endanum. Stiginn var upptekinn, svo hún hoppaði út í.  Það var kalt… kalt.  En það tók nokkrar sekúndur og þá var hún farin að synda. Hún kafaði.  Tók nokkur skriðsundstök. Þetta var dásamlegt..

Allt í einu heyrði hún ógurlegt flaut.  Sundlaguarvörðurinn stóð upp og benti á hana.  Með einhverju handapati þá reyndi hann að gera sig skiljanlegann. Hvað er að honum, hugsaði hún. Er hann að benda á mig? Hún fór að líta í kringum sig, það var eitthvað sem hún var ekki að skilja.  Hún leit aftur á sundlaugarvörðinn, hann benti á hausin á sér og svo á hana.  Hún leit aftur í kringum sig.

Nei nei nei, hugsaði hún.  Allir sem voru í sundlauginni voru með sundhettu……

Hún synti skömmustulega að stiganum aftur, fólk horfði á hana.  Hún klifraði uppúr og kom sér aftur að handklæðinu. Í huganum velti hún sér upp úr þessu:   Að geta synt og verið lúðaleg eða ekki synt….

Lífið er flókið…

Advertisements


2 Responses to “Le piscina”

  1. 1 Helga Marie

    hvaða asnaskapur er þetta beib? sundhetts are back, didnt you read the latest vogue ????????? PFFFF og að þú kallir þig fashionistu 😉

  2. 2 Begga

    Ég fékk ekki þetta vouge…. So in my world, it’s still not cool.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: