Ricerca dell’appartamento
Ég er ennþá að leita að íbúð. Það gengur frekar hægt enda er allt í slow-motion hér í Ágúst. Íbúðin þarf að vera fyrir 2 manneskjur eða fleiri. Ég er með nokkra einstaklinga sem eru tilbúnir að deila íbúð með mér og Helgu. En því miður virðist þetta flest vera laus herbergi í stærri íbúð. Aldrei er öll íbúðin laus. Ég og Helga höfum rætt það að deila herbergi og sjá hvernig það gengur. Hvort við gerum hvor aðra alveg brjálaða. Annars þá er hinn möguleikinn að fara í sitt hvora íbúðina til að byrja með. Sjá svo hvað losnar þegar líður á veturinn.
En að öðru. Ég hélt aldrei að ég myndi segja þetta… en ég væri alveg til í nokkra vetrar daga frá Íslandi. Hitinn og þunginn hérna er að verða alveg nóg. Ef ég vakna á morgnana og það er skýjað þá bið ég til Guðs um að það haldist út daginn. Það ringdi í fyrra dag og aldrei hefur neitt verið eins kósí. Ég tók regnhlífina mína og fór í skólann. Labbaði um göturnar í kjólnum mínum og naut þess að heyra skvampið undan skónnum mínum.
Farin að hlusta á : Supercalifragilisticexpialidocious…..
Ciao
Filed under: Uncategorized | 3 Comments
Tags: íbúð, hiti, mary poppins, milano, rigning, sól, vetur
Search
-
Next: Skemmtilegt hús sem er rétt hjá mér…
Previous: La bici rossa
ég sakna þín svo mikið
news that i think you’ll like .. ég ætla að skipta um skóla, göngum frá því á morgun..
en leitt að heyra með íbúðarleitina.. ég finn það samt á mér að þið finnið eitthvað 🙂
Ég sakna þín líka. Ég er rosalega ánægð að heyra að þú ætlar að skipta. Ertu búin að kaupa bókina???? 🙂 Sendu mér mail or something um hvernig þér líka hlutirnir…
ég finn það líka á mér katý……cooooooooooooooooossssssss….GOOD THINGS HAPPEN TO GOOD PEOPLE….and as you know, begga and me, exeptionally good little girls 🙂