La bici rossa

12Aug08

Einu sinni var lítið rautt hjól. Rauða hjólið átti sæt ung stúlka. Einn góðan veður dag fóru hjólið og stúlkan út í smá ferð. Þau hjóluðu um götur Milano borgar. Þau hjóluðu yfir í Navigli hverfið en þar fannst stúlkunni best að vera. Hún gat setið á kaffihúsi, séð gömlu húsin og horft á fiskana synda um í gamla síkinu.

Unga stúlkan sá allt í einu búð sem hana langði að skoða, hún hoppaði af hjólinu og skildi það eftir fyrir utan. Hjólið stóð í róleg heitum fyrir utan búðina, að njóta veður blíðunnar. Allt í einu heyrði það hróp og köll. Hópur af ungum strákum kom hlaupandi niður götuna. Þeir hlóu og ýttu við hvor öðrum. Þegar þeir komu að hljólinu stoppaði einn þeirra.

“Nei sjáið þetta hjól, kallaði hann til vina sinna. Ég þori að veðja að það kann ekki að synda.”

“Ó nei hugsaði hjólið, ég kann sko alls ekki að synda.”

Strákurinn hló ennþá meira, eins og hann hefði heyrt í hjólinu. Hann greip það með báðum höndum og labbaði með það í átt að vatninu. Nei nei nei, hugsaði hjólið, ekki gera þetta. En strákurinn hlustaði ekki og í einu handtaki flegði hann hjólinu í vatnið. Vatnið var kalt. Miklu kaldara en hjólið hafði haldið. Eins og steinn sökk það hratt til botns. Það fann fyrir straumnum í kringum sig. Sá forvitna fiskana kíkja á sig úr felum. Það hugsaði með sér dapurlega, hér verð ég í langan tíma.

Þegar stúlkan kom aftur út úr búðinni, var hjólið horfið.  Hún leitaði og leitaði en fann það hvergi.  Á endanum labbaði hún hrygg heim.

Nokkrum dögum síðar.

Ung stúlka labbaði um götur Navigli. Hún var á leið í bátsferð um síkið. Hún og vinir hennar fóru um borð í bátinn sem átti að taka þau í skoðunarferð. Veðrið var fallegt og hún var í rauðum sumarlegum kjól. Allt var frábært þennan dag.  Báturinn lagði af stað og bátsmaðurinn sagði frá sögu síkjana og hlutverki þeirra á sínum tíma. Allt í einu hægði báturinn á sér og bátsmaðurinn hljóp fram í stafnið.  Hann greip krók sem lág í bátnum og fór að draga eitthvað upp úr vatninu.  Allt í einu var hann kominn með hjól upp á dekkið.  Rautt fallegt hjól. Unga stúlkan hugsaði með sér, rosalega er það fallegt. Svona hjól langar mig í.

Bátsferðin leið og í lokin var lagt aftur að bryggjunni. Unga stúlkan í rauða kjólnum hafði setið allan tíma og hugsað um rauða hjólið. Þegar hún fór frá borði dróg hún í sig kjark og labbaði að bátsmanninum. Hún spurði kurteisislega hvort hann ætlaði að henda hjólinu. Á móti spurði hann hvort hún vildi eiga það. Stórt bros kom á andlit skúlkunar. Hvort hún vildi.

Hjólið hafði aldrei verið svona glatt, það var loksins komið upp úr vatninu. Þó það væri ennþá smá söknuður eftir fyrri stúlkunni þá var það tilbúið að taka við nýja eigandanum. Enda var hún í svo fallegum kjól sem passaði svo vel við það sjálft.

Þannig vildi það til að stúlkan eignaðist rauða hjólið.

Endir.

Advertisements


5 Responses to “La bici rossa”

 1. Nauj Nauj , allar þessar bækur finally paid off..
  Þetta var meiriháttar 😀
  mikið er þetta fallegt hjól ! perfect!
  ohh núna er ég að hlusta á sweet child. i miss you<3
  elska þig systir mín 😀 heyri í þér !

 2. 2 Haukur

  Hæ elskan – skemmtileg saga 🙂
  Hvernig er svo rauða hjólið?
  -Pabbi

 3. 3 Begga

  Rauða hjólið mitt er frábært. Ég þarf bara að þrífa það!!! 🙂 enda kom það úr vatninu og er ekki beint hreint. Verkefni fyrir helgina.

 4. 4 Helga Marie

  BIDDU WOW WOW WOW !!!!!!!! er þetta þú í sögunni ? ertu þú litla stelpan í rauða kjólnim sem passaði við hjólið ???? áttu hjól ?

  nauts, til hamingju ( ef það er þá þitt)
  KISSES AND HUGS, baci ed abbracci !!! :*

 5. 5 Begga

  Haha silly… já ég á hjól. 🙂 Við vorum í bátsferð, það var dregið upp úr vatninu og nú er það mitt. Komdu í heimsókn og prófaðu hjólið mitt 😀


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: