Tíminn líður of hratt hérna, september er kominn (til hamingju með afmælið Katrín!) og hér er ennþá sól og hiti. Helga var að kvarta yfir því að það væri að koma vetur heima. Skal alveg taka smá kulda í einn dag.

Þessi vika er búin að vera rosalega busy. Byrjaði í skólanum IED, í tungumálanámi hjá þeim, það er bara fínt. Kynnist þar nýju fólki sem er að fara að vera hérna í nokkur ár.

Skellti mér á fótboltaleik, AC Milan – Bologna.  Stór völlur, góð stemmning. Þetta var góður leikur en því miður tapaði Milan, einu marki undir. Þið getið rétt ímyndað ykkur þennan völl fullan af öskrandi fólki. 😉 

Nú er bara planið að slappa af næstu vikurnar, vera dugleg að læra.  Það fer að styttast í það að Helga komi hingað, get ekki beðið eftir því.

Ástar kveðjur til allra.

Advertisements

Smá update

20Aug08

Fór í kafla próf í Ítölskunni í dag.  Vona bara það besta, þetta gæti verið bæði og.  Er aðeins að slappa af, var orðin heldur stressuð fyrir þetta.  Skóli á mogun og föstudaginn og svo kemur í ljós hvaða level ég tek.  Tíminn líður alltof hratt, ég trúi ekki að það sé kominn 20 ágúst. Hlakka mikið til að fá Helgu og Krissu í heimsókn.. 🙂

Svo á líka einhver afmæli bráðum og ég þarf að finna afmælisgjöf handa henni… (ha.. hvað sagðiru, viltu ekki fá neina gjöf?  okay ekki málið 😉 )

Sakna ykkar allra…. vonandi hafið þið það gott.


Le piscina

16Aug08

Hún fann sundlaug!  Margt frábært hafði gerst síðustu vikurnar en þettar var án vafa eitt af topp þremur. Sundlaug!  Íslenska stelpan sem elskaði vatn.  Hún sá fyrir sér yndislegar stundir í köldu vatninu og fallega brúnku eftir jafn yndislegar studnir í sólbaði.

Hún ákvað að fara heim og ná í sundföt. Var komin aftur klukkutíma seinna, tilbúin að prófa.  Við fyrstu sýn virtist þetta vera ágætis sundlaug, frekar snyrtileg.  Það var þó nokkuð af fólki, margir í sólbaði og krakkarnir í sundlauginni. Það voru meira að segja tvær sundlaugar. Einn fyrir börn og hin dýpri fyrir fullorðan. Hún lá í sólbaði í smá stund, taldi í sig kjark að fara í barnalaugina. Laugin var ógurlega köld, ekki hituð upp eins og heima. En allt venst og eftir smá stund var þetta orðið bærilegt. Svo fór hún aftur upp á bakann og leyfði sólinni að þurka sér. Hún fylgdist með sætu sundlaugarvörðunum, fólkinu í kringum sig og krökkunum sem skemmtu sér í lauginni. Þegar nógur tími hafði liði stóð hún upp.  Nú ætlaði hún í fullorðinslaugina.  Hún ætlaði sko að sína þessum ítölum hvernig ætti að synda. Flestir busluðu eitthvað í lauginni en hún elskaði að synda og kunni sko að gera þetta rétt. Maginn var sogaður inn, bakið beint. Labbað að stiganum. Sætur sundlaugarvörðu var í hinum endanum. Stiginn var upptekinn, svo hún hoppaði út í.  Það var kalt… kalt.  En það tók nokkrar sekúndur og þá var hún farin að synda. Hún kafaði.  Tók nokkur skriðsundstök. Þetta var dásamlegt..

Allt í einu heyrði hún ógurlegt flaut.  Sundlaguarvörðurinn stóð upp og benti á hana.  Með einhverju handapati þá reyndi hann að gera sig skiljanlegann. Hvað er að honum, hugsaði hún. Er hann að benda á mig? Hún fór að líta í kringum sig, það var eitthvað sem hún var ekki að skilja.  Hún leit aftur á sundlaugarvörðinn, hann benti á hausin á sér og svo á hana.  Hún leit aftur í kringum sig.

Nei nei nei, hugsaði hún.  Allir sem voru í sundlauginni voru með sundhettu……

Hún synti skömmustulega að stiganum aftur, fólk horfði á hana.  Hún klifraði uppúr og kom sér aftur að handklæðinu. Í huganum velti hún sér upp úr þessu:   Að geta synt og verið lúðaleg eða ekki synt….

Lífið er flókið…


Rainy street

16Aug08


Locks of Love

16Aug08


Sjálfsmynd

16Aug08